Vörur

Vörur

Um Bakaríið

Sveinsbakarí

 

Sveinfront1Sveinsbakarí var stofnað árið 1908 af Sveini Hjartarsyni. Fyrsta búðin var staðsett á Bræðraborgarstíg 1 og síðan var það flutt á Vesturgötu 52. Hjálmar núverandi eigandi var 16 ára þegar hann byrjaði að vinna hjá Sveinsbakarí á Vesturgötu og var þá Guðmundur Ágústsson eigandi. Hjálmar keypti svo Sveinsbakarí ásamt Atla Edgardssyni vini sínum árið 1982. Hjálmar keypti svo Atla út og hefur síðan þá rekið bakaríið upp í Arnarbakka 4-6 og hefur það verið þar síðan en einnig bætt við sig tveimur búðum sem eru í Skipholti 50b og Hólagarði.

 

Eigendur í dag eru: Hjálmar Jónsson (framkvæmdarstjóri) og Ragnhildur Guðjónsdóttir. Hjá þeim vinna Hilmir sonur þeirra sem er bakari (framleiðslustjóri) og Kristján Sigmundsson Bakarameistari (yfirbakari) sem hefur unnið í 22 ár hjá Sveinsbakarí.

 

Sveinsbakarí hefur alltaf verið þekkt fyrir fallegar og góðar vörur. Í mörg ár seldi Sveinsbakarí vörur í allar Nóatúnsbúðir en vegna nýrra eiganda og breytinga í kjölfarið hættu þeir viðskiptum við Sveinsbakarí, þrátt fyrir miklar óánægju viðskiptavina þar! Gaman er að nefna að fók hefur komið keyrandi utan af landi að kaupa brauð til að fylla frystirinn.
Í von um áframhald á góðum rekstri og ánægðum viðskiptavinum :)

 

Brauð ársins 2008: Kristján Sigmundsson

 

Kaka ársins 2010: Hilmir Hjálmarsson

Staðsetning

Arnarbakki 4-6

109 Reykjavík

S: 557-2600